Trúnaðarstefna

Skynjun ehf. (sem á og rekur vefsvæðið eBækur.is) metur friðhelgi þína mikils, og við viljum að þú vitir hvaða upplýsingum við söfnum og hvað við gerum við þær.

Ef við breytum þessari trúnaðarstefnu leggjum við okkur fram um að senda breytingarnar á póstlista okkar áður en þær ganga í gildi. Trúnaðarstefna okkar gagnvart notendum gildir um allar upplýsingar sem við söfnum eða fáum um þig. Þó að þessi stefna taki á því hvernig við meðhöndlum upplýsingar um „notendur”,  gildir hún einnig um upplýsingar sem við söfnum frá fyrrverandi notendum og kann einnig að eiga við einstaklinga sem luku ekki innskráningu sinni.

 

HVAÐA UPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ

Á síðum okkar eru nokkur svæði þar sem notendur geta gefið okkur upplýsingar, en við notum einnig tækni sem safnar sjálfkrafa upplýsingum frá notendum og öðrum neytendum.

 

UPPLÝSINGAR SEM ÞÚ GEFUR OKKUR.

Á síðum okkar eru ákveðin svæði þar sem við biðjum þig að gefa okkur upplýsingar:

  • Skráning. Þú verður að skrá þig hjá okkur til að nota þjónustuna. Við nýskráningu ferðu sjálfkrafa á póstlista hjá okkur.  Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er. Við skráningu gefur þú upplýsingar sem auðkenna þig og gefa okkur upplýsingar um hvernig við getum náð í þig, t.d. nafn þitt og netpóstfang). Þú verður beðin/n að velja notendanafn og lykilorð. Notendanafn þitt á eBækur.is verður notað til að auðkenna þig gagnvart öðrum notendum þjónustunnar þannig að við biðjum þig vinsamlegast að velja í samræmi við það. Í fyrsta skipti sem þú verslar við okkur förum við fram á fjárhagslegar upplýsingar (á borð við upplýsingar um kreditkortareikning þinn) nema um sé að ræða gjaldfrjálsa þjónustu svo að unnt sé að innheimta greiðslur. Þær skráningarupplýsingar sem þú gefur okkur getur þú séð hvenær sem er undir „Stillingar“ á notendanafninu þínu.
  • Fréttabréf og póstlistar. Til að upplýsa notendur okkar um þá þjónustu sem við veitum sendum við reglulega tölvupóst og tilkynningar með breytingum og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Einnig sendum við Fréttabréf reglulega. Til að fá frekari upplýsingar um þjónustu okkar og tilboð eru notendur skráðir á póstlista við nýskráningu. Þú getur ávallt breytt valkostum þínum undir Stillingar á notendanafninu þínu. Sérhverri tölvupóstsendingu í kynningarskyni sem frá okkur berst fylgja leiðbeiningar um hvernig skrá megi sig af póstlista okkar.
  • Samskipti við okkur. Við bjóðum notendum að senda spurningar og aðrar upplýsingar um þjónustuna á netfangið info@ebaekur.is og við kappkostum að svara eins fljótt og auðið er. Við áskiljum okkur rétt til að geyma tölvupóst og aðra upplýsingar sem þú sendir okkur til að nota innan fyrirtækisins og til að hjálpa okkur að þjóna þér betur.
  • Samnýtingaraðgerðir. Okkur er heimilt að bjóða upp á ákveðnar samnýtingaraðgerðir til að hjálpa notendum að finna bækur sem þeim líkar, t.d. með því að kynna sér bækur sem aðrir notendur hafa keypt upp á síðkastið eða hafa tekið inn í persónulegt bókasafn sitt.
  • Kannanir. Við gætum endrum og eins beðið notendur að taka þátt í könnunum að eigin vali. Þeim er ætlað að bæta þjónustu við þig og allar upplýsingar sem þú gefur gætum við tengt við notendanafn þitt til nota síðar meir. Allar persónutengdar upplýsingar sem við söfnum verða einungis notaðar innan fyrirtækisins nema við tökum annað sérstaklega fram. Hins vegar gætum við deilt safnupplýsingum er varða niðurstöður úr könnunum með öðrum.

 

ÖRYGGI

Skynjun leggur sig fram um að vernda öryggi persónuupplýsinga sem þér tengjast og gæta þess að þær séu notaðar eins og þú hefur kosið. Við notum örrugga SSL-tækni til að vernda yfirfærslu viðkvæmra upplýsinga á borð við kreditkortanúmer þitt. Við vistum þó ekki kreditkortanúmer eða sambærilegar fjárhagslegar upplýsingar hjá okkur. Við vistum ekki lykilorð þitt. Við geymum aðrar persónuupplýsingar sem þér tengjast á öruggum netþjóni og notum sérstakar verklagsreglur til að vernda upplýsingar sem við söfnun fyrir glötun, misnotkun, óleyfilegum aðgangi eða opinberun, breytingum eða eyðileggingu.

 

AÐGANGUR/VAL

Þú hefur aðgang að skráningarupplýsingum þínum og getur breytt þeim á síðunni, með þeim fyrirvara að þú veitir okkur áfram ákveðnar upplýsingar sem krafist er til að halda þjónustunni áfram (t.d. gilt tölvupóstfang ). Tölvupóstsendingum í kynningarskyni sem Skynjun eða eBækur.is senda fylgja einnig leiðbeiningar um hvernig skrá megi sig af tölvupóstlista okkar. Notendur geta einnig haft samband við þjónustufulltrúa okkar um tölvupóstfangið info@eBækur.is.

 

TENGLAR

Við gætum birt tengla á aðrar síður innan þjónustu eBækur.is. Við berum ekki ábyrgð á slíkum síðum annarra aðila, trúnaðarstefnu þeirra eða hvernig þeir fara með upplýsingar um notendur sína. Við ráðleggjum þér að skoða trúnaðarstefnu þeirra til að komast að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar þínar.

HAFÐU SAMBAND

Ef þig langar að spyrja einhvers um trúnaðarstefnu þessa eða starfshætti eBækur.is varðandi verndun persónuupplýsinga getur þú haft samband við: info@eBækur.is