Skilmálar

SAMNINGUR

Samningur þessi er gerður milli þín, sem notanda og Skynjunar ehf., sem eiganda og rekstraraðila eBækur.is (www.ebaekur.is), Samningurinn gildir um notkun þína á bók og öðru efni á ebaekur.is ("þjónustan"). Með því að ljúka skráningarferlinu lýsir þú yfir að þú hafir lesið og skilið samninginn og fallist á að vera bundin/n af skilmálum hans og skilyrðum.

TILKYNNING

Skynjun gæti öðru hvoru breytt, bætt við eða aðlagað skilmála samningsins, og birtir slíkar breytingar hér í þessum samningi. Ályktað verður að þú hafir samþykkt samninginn með áorðnum breytingum eftir að breyttur samningi hefur verið breytt hér ef þú heldur áfram að nota þjónustuna.

LÝSING Á ÞJÓNUSTUNNI


eBækur.is er rafræn bókaverslun þar sem viðskiptavinir geta keypt bækur á stafrænu formi til niðurhals. Þú berð ábyrgð á öllum vélbúnaði, kerfum og/eða forriti/um sem þú notar og öllum viðkomandi þóknunum og útgjöldum til að tengjast, vafra eða nota á annan hátt fjarrskiptatækni, til að fá aðgang að þeim vefsíðum þar sem þjónustan er boðin og hvað varðar annað en beina þjónustu Skynjunar. Öll verð á eBækur.is eru birt með virðisaukaskatti og kvittanir eru gefnar út með virðisaukaskatti.


SKRÁNINGARSKYLDUR ÞÍNAR

Til að nota þjónustuna verður þú að skrá þig inn og veita eBækur.is tilteknar upplýsingar. Þú samþykkir að gefa nýjustu og nákvæmar upplýsingar þegar þú skráir þig og að uppfæra skráningarupplýsingar þínar eftir þörfum þannig að þær séu réttar og nákvæmar þegar þú ætlar að skrá um þig upplýsingar og skrá þig inn getur notandanafn þitt og lykilorð verið sama nafn og lykilorð og þú valdir þegar þú skráðir þig á inngangssíðu. Skynjun notar skráningarupplýsingar þínar í samræmi við trúnaðarstefnu sína. Vinsamlegast skoðaðu trúnaðarstefnu okkar, sem er að finna á vefsvæðinu áður en þú lýkur skráningarferlinu.

Þú samþykkir að þú leyfir ekki öðrum að nota notendanafn þitt og lykilorð. Þú samþykkir að leysa Skynjun undan ábyrgð og halda fyrirtækinu,og/eða leyfisveitendum, eftir því sem við á, skaðlausum gagnvart allri óviðeigandi, óleyfilegri eða ólöglegri notkun á notendanafni þínu og lykilorði. Hér er m.a. átt við ólöglega, óleyfilega eða óviðeigandi notkun einhvers sem þú hefur gefið heimild til að nota notendanafn þitt og lykilorð.

Þegar að skráning fer fram á vefnum fer notandi sjálfkrafa á vef-póstlista eBækur.is. Upplýsingar þessar eru trúnaðarmál eBækur.is og eru aldrei afhentar þriðja aðila. 


NOTKUN ÞJÓNUSTU, HUGBÚNAÐAR OG EFNIS

Þjónustan. Þér er einungis heimilt að nota þjónustuna í samræmi við skilmála og skilyrði samningsins og jafnframt viðbótarskilmála sem tilgreindir geta verið í tengslum við ákveðna tækni eða aðgerð í þjónustunni. Þjónusta Skynjunar er til einkanota sbr. lög um höfundarétt. Þú gerir þér ljóst og samþykkir að þú megir ekki yfirfæra eða endurfæra, útvarpa eða endurútvarpa, flytja opinberlega eða notfæra þér þjónustuna á nokkurn hátt í viðskiptalegum tilgangi. 

Hugbúnaður. Allur hugbúnaður sem Skynjun gefur aðgang að, í þjónustunni eða gegnum hana, nýtur verndar skv. höfundalögum og öðrum lögum og um notkun þína á slíkum hugbúnaði fer skv. skilmálum og skilyrðum samnings þessa og öllum gildandi samningsleyfum notanda. 

Niðurhal og geymsla bóka. Þegar þú hefur sótt bókina fer hún í efnið mitt og geymist þar nema þú eyðir henni út. Þú hefur mismikinn aðgang til enduruppsetninga eða niðurhals á bókum. Algengast er að erlendar rafbækur takmarkist við 3 niðurhöl en innlendar bækur 6 niðurhöl en hljóðbækur eru án takmarkana, hvort sem er á sama tæki eða mismunandi tæki. 

Samkvæmt neytendalögum (8. gr. laga nr. 46/2000) hefur notandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru og falla því frá samningi. Þessi réttur fellur þó niður ef notandi nýtir sér vöruna með því að hlaða henni niður áður en frestur til að falla frá samningi rennur úr gildi.

EINKALEYFI OG VÖRUMERKI

Öll vörumerki, viðskiptaheiti, slagorð, og annað það, sem gefur til kynna uppruna og kemur fram í þjónustunni eða í tengslum við hana eða einhverja aðgangssíðu, er eign Skynjun og/eða leyfishafa. Þér er óheimilt að afrita, birta eða nota einhver slík merki án þess að fá til þess skriflegt leyfi fyrirfram frá eiganda merkisins.

BROT Á HÖFUNDARÉTTI

Ef notandi verður uppvís að broti á höfundarétti eða Skynjun fær tilkynningu þar sem staðhæft er að þú hafir gerst brotleg/ur eða hefur rökstuddan grun um að not þín á þjónustunni eða efninu brjóti höfundarétt Skynjun eða annarra, er Skynjun heimilt einhliða að loka tímabundið eða til frambúðar þjónustunni, með eða án þess að tilkynna þér þar um.

ENDURSALA BÖNNUÐ

Auk þeirra takmarkana sem kveðið er á um hér að framan fellst þú á og samþykkir að þér sé óheimilt að afrita, dreifa, selja, endurselja eða hagnýta þér í viðskiptalegum tilgangi einhvern hluta þjónustunnar eða notendanafn þitt eða lykilorð.

BREYTINGAR Á ÞJÓNUSTU

Skynjun áskilur sér rétt til að breyta þjónustuleiðum, vöruúrvali og verðum, fyrirvaralaust, tímabundið eða til frambúðar, hvenær sem er á þjónustunni í heild eða hluta. Efni sem keypt er gegnum þjónustuna er aðgengilegt meðan samningar Skynjunar við rétthafa og birgja eru í gildi. Þannig geta notendur sótt efni aftur hafi það glatast s.s. vegna enduruppsetninga á tækjabúnaði. Aðgengi að efninu fellur þó niður við samningsrof, breytingar á skráarsniði eða við aðrar sambærilegar breytingar á efninu eða breytingum á samningum milli Skynjunar og birgja eða rétthafa. Notendur hafa eftir sem áður fullan notkunarrétt á efni sem þeir hafa þegar keypt og hefur verið sótt. Þú, skráður notandi þjónustunnar, samþykkir með notkun þjónustunnar að hvorki Skynjun né samstarfsaðilar þess séu skaðabótaskyldir gagnvart þér eða þriðja aðila vegna breytinga, frestunar eða rofs á þjónustunni.


RÉTTARÚRRÆÐI

Þú gerir þér ljóst og samþykkir að öll óleyfileg not á þjónustunni, efni eða hugbúnaði gætu valdið Skynjun og/eða tengdum fyrirtækjum eða leyfisveitendum óbætanlegum skaða, sem fébætur ná ekki að bæta. Í slíkum tilvikum hefur Skynjun ehf. og/eða leyfisveitendur, eftir því sem við á, auk annarra úrræða skv. lögum og eðli máls, rétt til að grípa til tafarlausra lögbannsaðgerða gegn þér. Ekkert sem kveðið er á um í þessari grein eða annars staðar í samningi þessum ber að túlka sem takmörkun á þeim úrræðum eða úrbótum sem fyrir hendi eru skv. lögbundnum eða öðrum kröfum sem Skynjun og/eða leyfisveitendur eiga rétt á skv. sérstakri lagaheimild, þ.m.t. en ekki takmarkað við, allar kröfur fyrir brot á höfundarétti.

SKAÐLEYSI

Þú fellst á að leysa Skynjunog/eða leyfisveitendur undan allri ábyrgð og halda þeim skaðlausum vegna og gagnvart öllum kröfum, tjóni, tilkalli, tilefni réttaraðgerða og dómsniðurstöðum sem rekja má til eða varða notkun þína á þjónustunni, bókum eða öðru efni og að endurgreiða þeim þegar slíks er krafist andvirði tjóns, kostnaðar eða útgjalda sem þau verða fyrir vegna hvers kyns krafna.

 
FYRIRVARAR

Þú gerir þér ljóst og samþykkir að notkun þín á þjónustunni, hugbúnaði og öðru efni er alfarið á þína ábyrgð. ÞJÓNUSTAN, EFNIÐ OG HUGBÚNAÐURINN ERU VEITT Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM ÞAU ERU OG ÁN ÁBYRGÐAR SKYNJUNAR EÐA UMBOÐSHAFA ÞESS, LEYFISVEITENDA, SAMSTARFSAÐILA OG/EÐA BIRGJA EFTIR ÞVÍ SEM VIÐ Á HAFNA SKYNJUN OG SAMSTARFSAÐILARNIR SKÝLAUST ALLRI ÁBYRGÐ Á HÆFI TIL TILTEKINNA NOTA OG ALLRI ÁBYRGÐ Á AÐ STAÐIÐ SÉ VIÐ SAMNINGA. ENGIN ÁBYRGÐ ER TEKIN Á AÐ ÞJÓNUSTA, BÆKUR EÐA NETÞJÓNAR UPPFYLLI KRÖFUR ÞÍNAR, EÐA AÐ AÐGENGI ÞITT VERÐI ÓROFIÐ EÐA VILLULAUST. SKYNJUN ÁBYRGIST HVORKI NÉ LÝSIR NOKKRU YFIR UM NOTKUN OG ÁRANGUR NOTKUNAR Á ÞJÓNUSTUNNI EÐA HUGBÚNAÐINUM HVAÐ VARÐAR FRAMMISTÖÐU EÐA GETU TIL AÐ TRYGGJA ÖRYGGI, UPPFÆRSLU EÐA ANNAÐ. ÞÚ SÆKIR EKKI SKYNJUN OG/EÐA SAMSTARFSAÐILANA TIL ÁBYRGÐAR FYRIR SKAÐA SEM HLÝST AF AÐGANGI ÞÍNUM AÐ ÞJÓNUSTUNNI Þ.M.T. EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ, ALLAR SÝKINGAR TÖLVU ÞINNAR EÐA SKAÐA SEM AF SLÍKRI NOTKUN HLÝST Á HUGBÚNAÐI EÐA KERFUM EÐA FARBÚNAÐI SEM ÞÚ NOTAR. SKYNJUN ER Í ENGUM TILVIKUM ÁBYRGT FYRIR ÓLEYFILEGUM NOTUM Á ÞJÓNUSTU, BÓKUM, EFNI OG/EÐA HUGBÚNAÐI.

LÖG OG LAGATILKYNNINGAR

Samningur þessi og allir aðrir skilmálar eða skjöl sem vísað er til í samningi þessum mynda þann heildarsamning við Skynjun sem gildir um not þín á þjónustunni. Þú gerir þér ljóst og samþykkir, séu ekki skýlaus ákvæði um slíkt í samningi þessum, að honum er hvorki ætlað að veita né veitir hann einstaklingi öðrum en aðilum samnings þessa nokkur réttindi eða réttarúrræði. Ef einhver hluti samnings þessa telst ógildur eða ekki unnt að framfylgja honum, skal sá hluti túlkaður í samræmi við gildandi lög þannig að hann lýsi, eins vel og unnt er, upphaflegum ásetningi aðila, og þeir hlutar sem eftir standa skulu halda fullu gildi. Um samning þennan og not þín á þjónustunni, bókum og öðru efni fer skv. íslenskum lögum. Þú samþykkir skýlaust að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi einn lögsögu yfir öllum kröfum eða deilum við Skynjun eða sem á einhvern hátt tengjast notendareikningi þínum eða notkun þinni á þjónustunni, bókum eða öðru efni. Þú samþykkir ennfremur og fellst skýlaust á að einstaklingsbundin lögsaga yfir þér sé í höndum Héraðsdóms Reykjavíkur hvað varðar slíka deilu og þ.m.t. allar kröfur sem tengjast Skynjun.