Hvað er eBækur.is?

eBækur.is er rafræn bókaverslun með rafbækur og hljóðbækur. Á eBækur.is má nálgast eitt mesta safn íslenskra og erlendra bókmennta á rafrænu formi sem völ er á hér á Íslandi. eBækur.is er í eigu Skynjunar ehf.

Eitthvað fyrir alla á eBækur.is

Á eBækur.is er að finna hundruð þúsunda bókatitla á fjölmörgum tungumálum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

eBækur.is er allsstaðar

Okkar takmark er að hafa þær bókmenntir sem við bjóðum upp á aðgengilegar hvar sem er hvenær sem er. Hægt er að nota lesforrtið Adobe Digital Editions fyrir tölvur og við mælum með Bluefire Reader Appinu fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Það má nálgast í Play store (fyrir Android) og Apple store (fyrir iOS)

Hvar og hvernig fáum við allar þessar rafbækur?

Þökk sé okkar frábæra samstarfi við útgefendur og rithöfunda getum við boðið upp á mikið magn bókmennta á rafrænu formi. Við seljum efni beint frá rithöfundunum og erum með samninga við stærstu útgáfufyrirtækin. Ef bókin þín er ekki fáanleg hér á eBækur.is, hafðu þá samband við okkur og við kappkostum að útvega hana.

Er bókin þín á Bækur.is?

Ef þú ert rithöfundur eða útgefandi og vilt hafa þína útgáfu á eBækur.is, hafðu þá samband  – info@ebækur.is