Hjálp

Innskráning

Þú skráir þig inn með notendanafni þínu og lykilorði í aðgerðarstikunni efst til hægri á síðunni. Til að nálgast helstu upplýsingar ferðu með músarbendilinn yfir nafnið þitt. 

Ef þú ert ekki með skráð notandanafn á eBækur.is þá skráir þú þig hér

Leitarvélin

Auðveldasta leiðin að til að finna það sem þú leitar að, er að nota Leitarvélina sem er efst á síðunni í valmyndinni. Þar slærðu inn titil, höfund eða stikkorð. Einnig er hægt að finna vörur í valmyndinni með því að skoða lista, flokka eða höfunda.

Pantanir

Þegar þú hefur fundið þá vöru sem þú ætlar að kaupa, smellir þú einfaldlega á körfuhnappinn við vöruna til að setja vöruna í körfu. Þegar því er lokið þá ferðu körfuna (tengill efst á síðunni) og gengur frá kaupunum. Þú getur valið annað hvort að greiða beint með kreditkorti eða inneign en inneignin þarf að duga fyrir bókinni. Ekki er hægt að nota inneign upp í kaup á bók, þ.e.a.s. að greiða bæði með kreditkorti og inneign.

Sækja bækur

Þegar kaupum á bók er lokið þá ferðu í Bækurnar mínar og velur þá bók sem þú ætlar að sækja. Rafbækur með höfundavörn fara beint í Adobe Digital Editions forritið, sem þarf að vera til staðar í tölvu viðkomandi. Nánar um Adobe Digital Editions. Hljóðbækur eru á iTunes sniði og það þarf að setja þær þar inn handvirkt. Nánar um hljóðbækur.

Algengar spurningar

Ef þú þarft á frekari aðstoð að halda varðandi notkun á eBækur.is þá getur þú kíkt á Algengar spurningar. Annars er þér velkomið að hafa samband í gegnum netfangið info@ebaekur.is