Lesforrit fyrir tölvu

Adobe (EPUB & PDF)

Til að byrja að lesa rafbækur með höfundavörn þarf að vera með forrit frá Adobe. Við mælum að þú sækir þér Adobe Digital Editions forritið. Athugið að þetta á ekki við íslenskar rafbækur sem keyptar eru 2. febrúar 2017 eða síðar.

Adobe Digital Editions


Leiðbeiningar fyrir uppsetningu (PC/MAC)

Smelltu á Adobe Digital Editions linkinn hér að ofan. Veldu næst Download vinstra megin á skjánum, undir Digital Editions 4.0.3 Installers (fyrir Macintosh eða Windows eftir því hvort á við). Þegar valmynd birtist smellir þú á Run. Þá þarftu að samþykkja skilmála sem birtast í litlum glugga á skjánum, smella á next og loks á close þegar sá möguleiki birtist í glugganum. 

Þegar búið er að setja forritið upp í tölvunni ferðu einfaldlega í Help og velur Authorize Computer

  • Veldu AdobeId í listanum ("eBook Vendor") 
  • Settu inn AdobeId notandanafn (Vendor Login ID) og lykilorð. Ath. ef þú ert ekki með AdobeId smelltu hér.
  • Smelltu á Authorize 
  • Ath. Ekki haka í reitinn "I want to authorize my computer without an ID" ef þú vilt geta opnað bækurnar þínar á spjaldtölvum. Ef þú hakar í þennan reit, þá læsist bókin á þessa einu tölvu.

Að þessu loknu getur þú séð og lesið allar þær bækur sem þú hefur keypt á eBækur.is

Athugið að einnig er hægt að skoða rafbækur á opnu skráarsniði Adobe Digital Editions


Athugið að ekki er hægt að kaupa bækur í gegnum lesforritið (app-ið) eBækur. Lesforritið gerir lesendum kleift að lesa bækur sem keyptar eru í gegnum eBækur.is.